Færri taka strætó en spáð var

Farþegum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mun minna á síðustu árum en spáð var. Þeim fjölgaði um 18,8% árin 2011 til 2015 en þá jukust framlög ríkis og sveitarfélaga um 45% að raunvirði.

Árið 2011 gerðu ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu með sér samning um að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hluti af þeim samningi var að árið 2022 hefði hlutdeild almenningssamgangna að minnsta kosti tvöfaldast í 8-9%. Til að ná því markmiði voru framlög aukin og gert ráð fyrir sérstöku framlagi frá ríkinu.

Stíga þarf markvissari skref

Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, segir ljóst að þetta markmið muni ekki nást. „Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að sjá það. Það þarf að stíga markvissari skref eigi það að nást og um það snýst borgarlínuverkefnið meðal annars,“ segir Hrafnkell um þessa þróun.

Fleiri markmið voru sett í samkomulaginu 2011. Meðal þeirra var að hlutdeild fargjalda í rekstrarkostnaði Strætó yrði orðin 40% 2022. Nú er afar ólíklegt að það náist.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fjölgaði íbúum höfuðborgarsvæðisins um 5,3% milli 2011 og 2015. Farþegum Strætó fjölgaði því um 13% umfram íbúafjölgun. Með borgarlínu á að þrefalda fjöldann. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert