Grunur um ofbeldi hjá Hjallastefnunni

Margrét Pála er stofnandi Hjallastefnunnar.
Margrét Pála er stofnandi Hjallastefnunnar. Ljósmynd/Steinar H

Skólastjóri barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík og stuðningsfulltrúi hafa verið sendir í leyfi vegna gruns um að hafa beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur með málið til skoðunar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Fram kemur, að fyrir tveimur vikum hafi forsvarsmönnum Hjallastefnunnar borist tilkynning frá foreldri um að starfsmaður hefði beitt barn þess ofbeldi. Í ljós kom að tilvikin voru fleiri og að skólastjórinn væri einnig grunaður um að hafa beitt ofbeldi.

Haft er eftir Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar, að málið hafi verið litið alvarlegum augum og starfsmennirnir settir í ótímabundið leyfi. „Barn nýtur alls vafa,“ segir Margrét Pála.

Ofbeldið er sagt hafa staðið yfir í einhvern tíma og beinst gegn að minnsta kosti fjórum drengjum. Er þáttur stuðningsfullrúans sagður stærri en þáttur skólastjórans. Margrét Pála segir ekki um kynferðisofbeldi að ræða. Starfsmönnum skólans og foreldrum sé brugðið.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Vísi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert