Lögverndun leiðsögumanna ekki tímabær

Félag leiðsögumanna vill að starfið verið lögverndað.
Félag leiðsögumanna vill að starfið verið lögverndað. Rax / Ragnar Axelsson

Ferðamálaráðherra seg­ist ekki telja rétt á þessu stigi að lög­vernda eigi starf leiðsögu­manna. Þetta kem­ur fram í svari ráðherra við fyr­ir­spurn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna. Vís­ar ráðherra til þess að áður hafi verið lagt fram frum­varp um lög­gild­ingu starfs­heit­is­ins, en í um­sögn­um hafi komið fram að slíkt væri enn ótíma­bært.

Fé­lag leiðsögu­manna hef­ur hins veg­ar talið lög­gild­ingu eða lög­vernd­un á starfi eða starfs­heiti fé­lags­manna sinna mik­il­væga og litið á hana sem mik­il­vægt nátt­úru­vernd­ar-, gæða- og neyt­enda­mál.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráðherra ferðamála, seg­ir að breið sátt þyrfti að nást um slíka fram­kvæmd meðal at­vinnu­lífs, leiðsögu­manna og stjórn­valda, áður en til samþykkt­ar kæmi.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og ný­sköp­un­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þá seg­ir hún vert að hafa í huga að lög­vernd­un starfs­heit­is leiðsögu­manna myndi leiða til að ófag­lærðir ein­stak­ling­ar, sum­ir með ára­tuga­langa reynslu í leiðsögn, þyrftu leyfi frá stjórn­völd­um til að geta titlað sig leiðsögu­menn. Hún seg­ir álita­efni hvort slík­ur ávinn­ing­ur lög­vernd­un­ar á starfs­heiti leiðsögu­manna vegi upp þann sam­fé­lags­lega kostnað sem af slíkri lög­gjöf hlyt­ist. Þannig ætti lög­gjöf um lög­vernd­un starfs­heita að miðast við að skerða ekki at­vinnu­frelsi nema sýnt hafi verið fram á ávinn­ing þeirr­ar lög­vernd­un­ar. 

Í svar­inu seg­ir að skoða megi hvort hægt sé að ná mark­miðum lög­vernd­un­ar starfs­rétt­inda með öðrum hætti, eins og á grunni gæðakerf­is­ins Vak­ans.

„Þetta væri t.d. hægt að gera með samn­ing­um við fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu um að þau noti fag­lærða leiðsögu­menn og kynn­ing­um og aug­lýs­ing­um þar sem hvatt er til að notaðir séu fag­lærðir leiðsögu­menn. Þá mætti einnig hugsa sér að þeir sem hafa haft leiðsögu ferðamanna hér­lend­is að aðal­starfi í til­tek­inn tíma geti aflað sér rétt­inda enda sýni þeir með hæfn­is­prófi að þeir búi yfir þeirri þekk­ingu og færni sem þarf til að ljúka leiðsög­u­námi. Þannig kem­ur til greina að skoða leiðir til að ná mark­miðum lög­gild­ing­ar með öðrum leiðum. Þó ber alltaf að hafa þekk­ingu að meg­in­stefi í störf­um þeirra sem taka að sér leiðsögn til að tryggja sem já­kvæðasta og besta upp­lif­un ferðamanna hverju sinni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert