80 ótímabær dauðsföll vegna svifryks

Svifryk getur valdið fólki miklum óþægindum.
Svifryk getur valdið fólki miklum óþægindum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sam­band er á milli loft­meng­un­ar í Reykja­vík og dauðsfalla meðal íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins, en merkja má fjölg­un í dauðsföll­um ein­um til tveim­ur dög­um eft­ir að að mæl­ing­ar fara yfir heilsu­vernd­ar­mörk um að rúm­um fimm pró­sent­um yfir sum­ar­mánuðina.

Sam­kvæmt ár­legri loft­gæðaskýrslu EEA met­ur stofn­un­in að allt að 80 ótíma­bær dauðsföll megi rekja til út­setn­ing­ar svifryks á Íslandi á hverju ári. Þá er sam­band er á milli notk­un­ar hjarta- og ast­ma­lyfja og loft­meng­un­ar í Reykja­vík.

Áhrif loft­meng­un­ar á heilsu manna hér á landi eru engu að síður með þeim minnstu sam­an­borið við önn­ur Evr­ópu­lönd. Þetta kem­ur fram í drög­um að skýrslu um aðgerðarátætl­un í lofts­lags­mál­um Íslend­inga, á veg­um Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Meg­in­mark­mið áætl­un­ar­inn­ar er að stuðla að góðum loft­gæðum og heil­næmu um­hverfi í sam­ræmi við lyk­il­mark­mið stjórn­valda og stefnu Um­hverf­is­stofn­un­ar. Meg­in­mark­miðið er yf­ir­lýs­ing um hvert sé stefnt í mál­efn­um tengd­um loft­gæðum. Til að ná settu mark­miði eru sett fram tvö und­ir­mark­mið með röð aðgerða og skil­greind­um ábyrgðaraðilum auk tíma­marka. Fyrsta und­ir mark­miðið er að fækka ótíma­bær­um dauðsföll­um af völd­um loft­meng­un­ar á Íslandi og hið seinna er að fækka ár­leg­um fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skil­greind mörk af völd­um um­ferðar. 

Eft­ir reglu­gerðarbreyt­ingu árið 2016 var aft­ur heim­ilt að fara 35 sinn­um yfir mörk­in, en frá ár­inu 2010 hef­ur styrk­ur svifryks farið mun oft­ar yfir leyfi­leg heilsu­vernd­ar­mörk.  

Meðal þess sem aðgerðaráætl­un­in fel­ur í sér er að breyta skatt­lagn­ingu á bíla og eldsneyti og að hugað sé spar­neyt­un­um og vist­væn­um öku­tækj­um við inn­kaup rík­is- og sveit­ar­fé­laga á öku­tækj­um. Jafn­framt að efla göngu, hjól­reiða og al­menn­ings­sam­göng­ur, raf­væða fiski­mjöls­verk­smiðjur, kol­efn­ins­binda með skóg­rækt og land­græðslu og stuðla að frek­ari raf­bíla­væðingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert