Framkvæmdir við nýtt fimm stjörnu Marriott hótel við hlið Hörpu eru komnar áleiðis en það á að vera tilbúið sumarið 2019. Skammt frá eru umfangsmiklar framkvæmdir við Hafnartorg og séð úr lofti er miðbærinn því nánast óþekkjanlegur á þessu svæði. mbl.is fór með dróna og myndaði það úr lofti.
Gert er ráð fyrir að opnað verði fyrir umferð um Geirsgötu í nýrri mynd í lok árs. Verið er að byggja 7 byggingar við Hafnartorg, alls 23.350 m2 en íbúðir þar verða 76. Grafa þurfti djúpt niður til að koma fyrir bílastæðahúsi sem mun tengjast Hörpu. Verklok á reitnum eru áætluð á næsta ári.