Hópferðafyrirtæki taka í sama streng

Talning á ferðamönnum fer fram á flugvellinum.
Talning á ferðamönnum fer fram á flugvellinum. mbl.is/Árni Sæberg

Hópferðafyrirtækið Airport Express sem býður upp á sætaferðir milli höfuðborgarinnar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar tekur undir að fjölgun ferðamanna í ár sé ekki að sjá í farþegatölum. Þessu er greint frá á fréttavefnum Túristi.is. 

Í Morgunblaðinu í vikunni var greint frá efasemdum Kristjáns Daníelssonar, fram­kvæmda­stjóra Kynn­is­ferða sem m.a. reka Flugrút­una, um að taln­ing ferðamanna um Leifs­stöð sé rétt. Sam­kvæmt op­in­ber­um gögn­um hefur ferðamönn­um fjölgað hratt á ár­inu en fyrirtækið merkir ekki sam­bæri­lega aukn­ingu hjá Flugrút­unni.

Í svari við fyrirspurn sem Túristi.is sendi á Airport Express segir að allt fram á síðasta ár hafi fjölgun farþega og erlendra ferðamanna haldist í hendur en í fyrra hafi orðið breyting og farið að gæta misræmis. 

Isavia og Ferðamálastofa tilkynntu í maí að ráðist yrði í nákvæmari greiningar á komum ferðamanna til landsins. Verður meðal annars reynt að minnka mæliskekkjuna sem verður þegar farþegar sem hafa keypt sér flug með einu flugfélagi til Íslands og öðru félagi áfram, án þess að gista í landinu, eru taldir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert