Máli á hendur ráðherra verði vísað frá

Ástráður Haraldsson í réttarsal.
Ástráður Haraldsson í réttarsal. mbl.is/Styrmir Kári

Vísa á frá máli Ástráðs Haraldssonar, umsækjanda um stöðu dómara við Landsrétt sem nefnd mat á meðal þeirra 15 hæfustu, á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, þar sem hún tók ekki neina ákvörðun í málinu heldur gerði aðeins tillögur til Alþingis.

Þetta segir í greinargerð lögmanns íslenska ríkisins að því greint er frá á vef Ríkisútvarpsins. Ákvörðunin um að samþykkja tillögu ráðherra hafi svo verið Alþingis, ekki ráðherrans, og endanlegt skipunarvald í höndum forseta.

Lögmaðurinn er þá sagður hafna því að ráðherrann hafi gert nokkuð á hlut Ástráðs, heldur hafi hún metið mat nefndarinnar gallað þar sem ekki hafi verið litið nægilega til dómarareynslu umsækjenda.

Aðalmeðferð fer fram í máli Ástráðs, og líku máli Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar sem einnig sótti um stöðu dómara, þann 11. ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert