„Það eru frekar almenn æfinga- og íþróttameiðsli sem koma með aukinni virkni einstaklinga þegar þeir byrja að hjóla.“
Þetta segir Valgeir Einarsson Mäntylä, sjúkraþjálfari og kírópraktór hjá Sjúkraþjálfun Íslands, í Morgunblaðinu í dag fjölgun hjólreiðameiðsla.
Hann segist hafa orðið var við að fleira fólk leiti til hans vegna meiðsla sem rekja má til hjólreiða. Álagið hafi verið sérlega mikið í kringum Wow Cyclothon, hjólreiðakeppni á vegum flugfélagsins Wow, sem haldin var á dögunum.