Ríkisstjórnin nýtur tæplega 37% fylgis samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og greint er frá á vef Ríkisútvarpsins.
Segir þar að niðurstöður hans sýni Vinstri-græn tapa fylgi, en marktæk breyting mælist ekki á fylgi annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn sé þá enn stærstur flokka á Íslandi miðað við mælingar, með 27,5% fylgi, sem sé tæpum tveimur prósentustigum meira en fyrir mánuði.
Vinstri-græn mælast sem áður næststærst, með 21,5% fylgi, um þremur prósentustigum minna en síðast, Píratar með rétt um 14%, litlu meira en síðast, en aðrir flokkar standi í stað.
Viðreisn mælist með 5,6% fylgi og Björt framtíð með 3,3% fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast því samanlagt með 36,5 prósent fylgi.