Breyta villimennskutexta eftir lambaslátrun

Tveir bílar frá Kúkú Campers í miðbæ Reykjavíkur.
Tveir bílar frá Kúkú Campers í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Erna Ýr Öldudóttir

Hús­bíla­leig­an Kúkú Cam­pers hef­ur tekið úr birt­ingu texta á vef fyr­ir­tæk­is­ins þar sem ferðamenn eru hvatt­ir til að borða „hvað sem er af öll­um þjóðlend­um“ og stend­ur til að skerpa á orðalag­inu áður en text­inn verður birt­ur að nýju. Fyr­ir­tækið hef­ur fengið fjór­ar ábend­ing­ar í morg­un um að mistúlka megi text­ann í tengsl­um við at­vikið í Beruf­irði í fyrra­kvöld.

Vikt­or Ólason, fram­kvæmda­stjóri Kúkú Cam­pers, seg­ir þarna um að ræða létt grín, sem er rauði þráður­inn í öllu markaðsefni fyr­ir­tæk­is­ins, og verið að vísa til 27. grein­ar nátt­úru­vernd­ar­laga þar sem seg­ir að öll­um sé heim­ilt að „tína ber, sveppi, fjalla­grös og jurtir og einnig skeldýr og söl, þang, þara og ann­an fjöru­gróður í fjör­um“ í þjóðlend­um.

Vikt­or árétt­ar að sauðaþjóf­arn­ir hafi ekki verið á bíl­um frá fyr­ir­tæk­inu eða í nokkr­um viðskipt­um við það, svo ólík­legt sé að þeir hafi lesið text­ann. „En í ljósi umræðunn­ar núna og ef svo ólík­lega vill til að ein­hver hafi mis­skilið text­ann þá er sjálfsagt að end­ur­skoða þetta,“ seg­ir Vikt­or.

Textinn sem fyrirtækið hefur ákveðið að breyta.
Text­inn sem fyr­ir­tækið hef­ur ákveðið að breyta. Skjá­skot/​Af vef Kúkú Cam­pers

Eng­ar kvart­an­ir fengið vegna viðskipta­vina sinna

Á síðasta ári rataði þessi sami texti fyr­ir­tæk­is­ins í umræðuna og sagði þá Stein­arr Lár, ann­ar eig­anda Kúkú Cam­pers, að fyr­ir­tækið hafi bara átt einn hús­bíl þegar heimasíðan var opnuð en síðasta sum­ar voru bíl­arn­ir orðnir 190 og því þyrfti fyr­ir­tækið að horfa til auk­inn­ar sam­fé­lags­legr­ar ábyrgðar. Fyr­ir­tækið á í dag yfir 250 bíla.

Vikt­or seg­ir fyr­ir­tækið ekki hafa fengið eina ein­ustu kvört­un und­an viðskipta­vin­um fyr­ir­tæk­is­ins vegna villi­mennsku á borð við at­vikið í Beruf­irði, vegna viðskipta­vina að ganga örna sinna á víðavangi eða vegna ferðamanna á bíl­um frá fyr­ir­tæk­inu sem gista í bíla­stæðum en ekki á merkt­um tjaldsvæðum. 

„Ég er ekki að segja að þeir geri það ekki,“ held­ur Vikt­or áfram en bæt­ir við að fyr­ir­tækið fari ít­ar­lega yfir regl­ur með viðskipta­vin­um sín­um, af­hendi tíma­ritið Áningu með yf­ir­liti yfir öll tjaldsvæði lands­ins auk þess sem Kúkú Cam­pers selja Útil­egu­kortið sem veit­ir aðgang að mikl­um fjölda tjaldsvæða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka