750 lítrar af skólpi á sekúndu

Dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Faxaskjól.
Dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Faxaskjól. Ljósmynd/Orkuveita Reykjavíkur

Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík er biluð og flæða því nú á hverri sek­úndu 750 lítr­ar af óhreinsuðu skólpi út í hafið og hafa gert það und­an­farna tíu sól­ar­hringa.

Frá þessu er greint á vef Rík­is­út­varps­ins.

Seg­ir þar að viðgerð hafi taf­ist og óvíst sé hvenær henni ljúki. Haft er eft­ir Hólm­fríði Sig­urðardótt­ur, um­hverf­is­stjóra Orku­veitu Reykja­vík­ur, að starfs­fólk hafi verið að gera við dælu­stöðina við erfið skil­yrði.

„Það hef­ur gengið hæg­ar en við bjugg­umst við en við erum að von­ast til að þessu fari að ljúka. Þannig að þetta er bara alls ekki gott ástand. Af tvennu illu þá töld­um við það skárri kost að hafa lúg­una opna þannig að það væri ekki mögu­leiki á því að skólpið myndi fara upp í kerfið og flæða inn til fólks. Því það væri mögu­leiki.“

Skólpið kem­ur úr stór­um hluta Breiðholts, Árbæ, Norðlinga­holti, Garðabæ og Kópa­vogi, að því er RÚV grein­ir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert