Bílaumferð eykst enn

Umferð á hringveginum jókst um tæp 13 prósent í júní frá júnímánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni. 16 teljarar eru við hringveginn er mæla umferð og samanlagt fóru 2,95 milljónir bíla framhjá þeim í mánuðinum eða að meðaltali 98.500 bílar á sólarhring.

Mest er aukningin á Suðurlandi þar sem umferð er þyngst fyrir en um 15% fleiri bílar keyrðu þar um en í fyrra. Þá er aukningin 14,1% á vegum inn og út úr borginni en minnst á Norðurlandi, 7%.

Umferð eykst einnig á höfuðborgarsvæðinu. Samanlagt óku tæplega 170.000 bílar á dag framhjá þremur teljurum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu í júní og er það 10,5% aukning frá í fyrra. Munur er á umferð eftir vikudögum. Þannig er umferð nokkuð jöfn frá mánudegi til fimmtudags en á föstudögum eru að jafnaði rúmum 15% fleiri á ferðinni, að því er fram kemur í umfjöllun um umferðina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert