Baldur Arnarson
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, mun fela innri endurskoðun borgarinnar að rannsaka aðdraganda að lokun neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli.
„Það þarf að yfirfara athafnir borgarinnar og hvort eitthvað sé ekki samkvæmt reglum eða heimildum,“ segir Halldór. Kanna þurfi hvort borgin hafi farið „fram úr sjálfri sér með úthlutun lóða þegar ekki var búið að loka brautinni“.
Tilefnið er meðal annars beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að Ríkisendurskoðun rannsaki aðdraganda að lokuninni. Þá m.a. hvort eðlilega hafi verið staðið að sölu lands. Ný gögn sýni að ákvörðun um varanlega lokun brautar hafi ekki legið fyrir við söluna.