RÚV ekki tekið ákvörðun um áfrýjun

Adolf Ingi hafði sigur í máli gegn RÚV í gær.
Adolf Ingi hafði sigur í máli gegn RÚV í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort máli Adolfs Inga Erlingssonar gegn Ríkisútvarpinu verði áfrýjað af hálfu RÚV. Ríkisútvarpið var í gær dæmt til að greiða Adolfi Inga 2,2 milljónir í bætur auk 1,4 milljóna í málskostnað vegna eineltis og uppsagnar, en honum var sagt upp störfum í nóvember 2013.

Að sögn Margrétar Magnúsdóttur, skrifstofustjóra RÚV, verður dómurinn skoðaður á næstu dögum og ákvörðun tekin um áfrýjun í framhaldinu.

Í sam­tali við mbl.is í gær sagði Ad­olf að um væri að ræða fullnaðarsig­ur fyr­ir sig. Sagði hann að bæði væru hon­um dæmd­ar bæt­ur fyr­ir einelti og þá kom­ist dóm­ur­inn að þeirri niður­stöðu að  upp­sögn­in hafi verið ólög­leg. Seg­ir í dómn­um að RÚV hafi ekki sýnt fram á að mál­efna­leg­ar ástæður hafi legið að baki upp­sögn­inni og því sé hún ólög­mæt og að Ad­olf eigi rétt til skaðabóta.

„Maður vill frek­ar vinna en að tapa, en það er margt sem ég hefði frek­ar viljað en að fara þessa leið,“ sagði hann. „Í fyrsta lagi hefði ég frek­ar viljað vera laus við að fá yf­ir­mann frá hel­víti. Í öðru lagi að þáver­andi yf­ir­stjórn hefði mátt sýna þann mann­dóm að tak­ast á við málið þegar það kom upp og í þriðja lagi hefði ég viljað að nú­ver­andi út­varps­stjóri hefði meint eitt­hvað þegar hann sagðist vilja leita sátta í mál­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert