Skólpið hætt að flæða í bili

Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík.
Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík. mbl.is/Golli

Búið er að loka neyðarlúgu í skólp­dælu­stöð við Faxa­skjól þar sem 750 lítr­ar af skólpi hafa flætt út í hafið á sek­úndu sein­ustu daga. Er skólpið því hætt að renna út í sjó, en um er að ræða bráðabirgðalausn. Á mánu­dag verður reynt að koma stöðinni í rétt horf.

Eins og greint var frá í gær er skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól biluð og hef­ur skólp því flætt út í hafið síðustu tíu daga. Sagði um­hverf­is­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að um mjög baga­lega stöðu væri að ræða.

Frétt mbl.is: 750 lítr­ar af skólpi á sek­úndu

Full­trú­ar frá Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur fóru að fjör­unni við Faxa­skjól í dag til að meta stöðuna og hvort það þyrfti að fara í hreinsiaðgerðir. Að sögn Svövu Stein­ars­dótt­ur, heil­brigðis­full­trúa hjá Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur, var ekk­ert að sjá í fjör­unni sem gaf ástæðu til þess að það þyrfti að hreinsa hana.

Þá voru sýni tek­in á svæðinu í dag en frumniður­stöður ættu að verða ljós­ar eft­ir sól­ar­hring.

Dælu­stöðin við Faxa­skjól flyt­ur skólp frá Norðlinga­holti, hluta Árbæj­ar, Breiðholti, Foss­vogi, Garðabæ og Kópa­vogi í skólp­hreins­istöðina í Ánanaust­um. 

Mik­ill leki sjáv­ar meðfram lok­unni

Sam­kvæmt frétt á vef Veitna í dag kom í ljós að mik­ill leki sjáv­ar var meðfram lok­unni inn í stöðina. Und­an­farið hafi starfs­menn Veitna unnið hörðum hönd­um að viðgerð en taf­ir hafi orðið vegna aðstæðna.

Bil­un­in var til­kynnt til Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur þegar hún kom upp. Niður­stöður sýna­töku frá því í júní sýndu að gild­in féllu inn­an þeirra marka sem heim­il eru fyr­ir baðstaði í nátt­úr­unni. 

Skólp­hreinistöðin í Ánanaust­um var sú fyrsta sinn­ar teg­und­ar á höfuðborg­ar­svæðinu en hún var tek­in í notk­un árið 1998 og hreinsaði hún skólp frá 57% íbúa Reykja­vík­ur. Fram að því rann allt skólp óhreinsað í sjó­inn. Árið 2002 var svo hreins­istöðinni í Kletta­görðum bætt við og 2005 var sett upp dælu­stöð fyr­ir skólp í Gufu­nesi sem tengdi frá­veitu í Grafar­vogi og Grafar­holti við hreins­istöðina í Kletta­görðum. Með þess­um fram­kvæmd­um voru 99,5% íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins tengd frá­veitu með hreins­istöð að því er fram kem­ur í frétt Veitna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert