Gerlamagn yfir mörkum austan við stöðina

Sýni voru tekin í fjörunni við Faxaskjól í dag og …
Sýni voru tekin í fjörunni við Faxaskjól í dag og í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gerla­magn aust­an við skólp­dælu­stöð við Faxa­skjól mæld­ist yfir viðmiðun­ar­mörk­um. Frá þessu var greint á vef Reykja­vík­ur­borg­ar nú í há­deg­inu.

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur­borg­ar fór að dælu­stöðinni í gær og mældi magn saur­gerla í fjör­unni við dælu­stöðina. Frumniður­stöður leiddu í ljós að gerla­magn er und­ir viðmiðun­ar­mörk­um vest­an meg­in við stöðina, en upp við stöðina, aust­an meg­in í fjör­unni voru mæl­ing­ar yfir mörk­um.

Þegar mælt er aust­ar við Ægissíðu falla niður­stöður hins veg­ar í flokk tvö ef miðað er við reglu­gerð um baðstaði í nátt­úr­unni.

Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík. Gerlamagn austan við stöðina reyndist …
Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík. Gerla­magn aust­an við stöðina reynd­ist yfir viðmiðun­ar­mörk­um. Morg­un­blaðið/​Golli

Heil­brigðis­eft­ir­litið mun halda áfram að mæla magn saur­gerla við frá­veitu­stöðina og ná­grenni og eru starfs­menn þar við mæl­ing­ar í dag.

Umræða hef­ur einnig verið um hugs­an­lega  saur­gerla­meng­un í Naut­hóls­vík og seg­ir á vef borg­ar­inn­ar að þar sem dælu­stöðin í Faxa­skjóli sé í um 3,5km fjar­lægð frá Naut­hóls­vík séu eng­ar lík­ur á að gerl­ar ber­ist þangað, m.a. vegna strauma og þynn­ing­ar.

Starfs­menn Heil­brigðis­eft­ir­lits­ins tóku þó sýni í gær og í dag í Naut­hóls­vík og frumniður­stöður fást á morg­un, laug­ar­dag­inn 8. júlí.

Neyðarlúgu í skólp­dælu­stöðinni var lokað í gær, en 750 lítr­ar af skólpi á sek­úndu hafa flætt þaðan út í hafið sein­ustu daga. Skólpið er því hætt að renna út í sjó, en um er að ræða bráðabirgðalausn. Á mánu­dag verður reynt að koma stöðinni í rétt horf.

Sýni úr sjónum við Faxaskjól, en haldið verður áfram mað …
Sýni úr sjón­um við Faxa­skjól, en haldið verður áfram mað mæla saur­gerla­sýni í sjón­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert