Gerlamagn yfir mörkum austan við stöðina

Sýni voru tekin í fjörunni við Faxaskjól í dag og …
Sýni voru tekin í fjörunni við Faxaskjól í dag og í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gerlamagn austan við skólpdælustöð við Faxaskjól mældist yfir viðmiðunarmörkum. Frá þessu var greint á vef Reykjavíkurborgar nú í hádeginu.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar fór að dælustöðinni í gær og mældi magn saurgerla í fjörunni við dælustöðina. Frumniðurstöður leiddu í ljós að gerlamagn er undir viðmiðunarmörkum vestan megin við stöðina, en upp við stöðina, austan megin í fjörunni voru mælingar yfir mörkum.

Þegar mælt er austar við Ægissíðu falla niðurstöður hins vegar í flokk tvö ef miðað er við reglugerð um baðstaði í náttúrunni.

Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík. Gerlamagn austan við stöðina reyndist …
Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík. Gerlamagn austan við stöðina reyndist yfir viðmiðunarmörkum. Morgunblaðið/Golli

Heilbrigðiseftirlitið mun halda áfram að mæla magn saurgerla við fráveitustöðina og nágrenni og eru starfsmenn þar við mælingar í dag.

Umræða hefur einnig verið um hugsanlega  saurgerlamengun í Nauthólsvík og segir á vef borgarinnar að þar sem dælustöðin í Faxaskjóli sé í um 3,5km fjarlægð frá Nauthólsvík séu engar líkur á að gerlar berist þangað, m.a. vegna strauma og þynningar.

Starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins tóku þó sýni í gær og í dag í Nauthólsvík og frumniðurstöður fást á morgun, laugardaginn 8. júlí.

Neyðarlúgu í skólp­dælu­stöðinni var lokað í gær, en 750 lítr­ar af skólpi á sek­úndu hafa flætt þaðan út í hafið sein­ustu daga. Skólpið er því hætt að renna út í sjó, en um er að ræða bráðabirgðalausn. Á mánu­dag verður reynt að koma stöðinni í rétt horf.

Sýni úr sjónum við Faxaskjól, en haldið verður áfram mað …
Sýni úr sjónum við Faxaskjól, en haldið verður áfram mað mæla saurgerlasýni í sjónum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert