Aldraðir þurfa að leita annað

Reykjavíkurborg mun bjóða upp á heimsendan mat fyrir þá eldri …
Reykjavíkurborg mun bjóða upp á heimsendan mat fyrir þá eldri borgara sem hefðu annars borðað á félagsmiðstöðvunum þrem. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Þrjár fé­lags­miðstöðvar eldri borg­ara verða lokaðar í þrjár til fjór­ar vik­ur í sum­ar vegna mann­eklu. Ákveðið var á fundi borg­ar­ráðs 22. júní að af­nema sum­ar­lok­an­ir á fé­lags­miðstöðvum eldri borg­ara en ekki tókst að standa við það.

Bólstaðar­hlíð 43, Dal­braut 18-20 og Slétt­ur­veg­ur 11 verða all­ar lokaðar í sum­ar og þeirri síðast­nefndu verður lokað strax á mánu­dag, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

„Þetta eru allt sam­an staðir sem eldri borg­ar­ar venja kom­ur sín­ar á og marg­ir eru ekki ak­andi og eiga erfitt með að fara annað í mat eða sækja mat­arþjón­ustu,“ seg­ir Gísli Jafets­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík, en borg­in mun bjóða eldri borg­ur­um upp á heimsend­an mat. Að sögn S. Björns Blön­dal, for­manns borg­ar­ráðs, mun akst­ursþjón­usta eldri borg­ara vera til staðar til að koma eldri borg­ur­um á aðrar fé­lags­miðstöðvar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert