Mun takmarka útleigu íbúða

Með nýjum reglum gæti íbúðum sem leigðar eru til ferðamanna …
Með nýjum reglum gæti íbúðum sem leigðar eru til ferðamanna í miðborg Reykjavíkur fækkað mikið mbl.is/Ómar Óskarsson

Íbúðum sem leigðar eru til ferðamanna í atvinnuskyni á vissum svæðum í miðbænum gæti fækkað umtalsvert á næstu misserum.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur þannig samþykkt tillögu um breytta landnotkun í miðborginni. Breytingin nær til aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hún felst í því að takmarka gistiþjónustu innan svæðis svonefnds miðborgarkjarna (M1a), sem skipt er í þrjú svæði. Það er gert m.a. með því að kveða á um hámarkshlutfall gistiþjónustu. En einnig með því að heimila ekki nýja gististaði umfram það sem þegar er, nema með undantekningum ef um nýbyggingar er að ræða. Breytingin er því framhald á sambærilegum takmörkunum á fjölda gististaða í Kvosinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert