Þyrlan kölluð út vegna hjólreiðaslyss

Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi. Mynd úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Allt til­tækt viðbragðslið hjól­reiðakeppn­inn­ar Kia-Gull­hrings­ins, sjúkra­flutn­inga­menn og þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa verið kölluð til aðstoðar eft­ir hjól­reiðaslys á Skál­holtsaf­leggj­ara, þar sem fimm kepp­end­ur skullu í jörðina.

Einn er al­var­lega slasaður og hef­ur þyrl­an verið kölluð út til að sækja hann, en hinir kepp­end­urn­ir slösuðust ým­ist ekki eða lítið.

Þetta staðfest­ir Þorgrím­ur Óli Sig­urðsson, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn á Sel­fossi, í sam­tali við mbl.is.

Keppn­in hef­ur verið stöðvuð að sinni.

Upp­fært 20.35: Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar er lent við Land­spít­al­ann í Foss­vogi.

Upp­fært 21.00: Keppni lokið í fylgd björg­un­ar­sveita

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert