Rúmlega 100 grindhvalir reknir frá landi

Hér má sjá björgunarsveitarmenn stugga hvölunum frá landi. Þeir urðu …
Hér má sjá björgunarsveitarmenn stugga hvölunum frá landi. Þeir urðu skyndilega felmtraðir og mikil alda myndaðist. mbl.is/Alfons Finnsson

Rúmlega hundrað grindhvalir voru reknir frá landi við Bug, austan við Ólafsvík á Snæfellsnesi, áðan. Hvalirnir hafa verið í sjálfheldu síðan í morgun.

Björgunarsveitin Lífsbjörg rak þá nýlega frá landi á slöngubátum. Það gekk ágætlega fyrir sig að koma hvölunum frá landi.

Rúmlega hundrað grindhvalir hafa verið í sjálfheldu síðan í morgun.
Rúmlega hundrað grindhvalir hafa verið í sjálfheldu síðan í morgun. mbl.is/Alfons Finnsson


Eins og er stefna hvalirnir á Bullusker en eru áttavilltir. Samkvæmt fréttaritara mbl.is, sem staddur var á svæðinu, gæti þó verið að hvalirnir snúi aftur í fjöruna í nótt. 

Fjöldi fólks, þá aðallega ferðamenn, fylgdist með úr landi.

Fjöldi fólks, þá aðallega ferðamenn, fylgdist með úr landi.
Fjöldi fólks, þá aðallega ferðamenn, fylgdist með úr landi. mbl.is/Alfons Finnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert