Selja vottanir fyrir hundruð milljóna

Upprunavottanir raforku ganga kaupum og sölum.
Upprunavottanir raforku ganga kaupum og sölum. mbl.is/Golli

Íslensk orku­fyr­ir­tæki hafa á und­an­förn­um árum selt upp­runa­ábyrgðir, sem gefn­ar eru út fyr­ir raf­magns­fram­leiðslu, fyr­ir hundruð millj­óna ár hvert.

Með söl­unni gefa þau orku­fyr­ir­tækj­um er­lend­is, sem fram­leiða orku með óum­hverf­i­s­væn­um hætti, tæki­færi til að betr­um­bæta um­hverf­is­bók­hald sitt. Um leið dreg­ur úr tæki­færi fyr­ir­tækj­anna til að und­ir­strika hversu um­hverf­i­s­væn fram­leiðsla þeirra sjálfra sé.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Orku nátt­úr­unn­ar, dótt­ur­fyr­ir­tæki Orku­veit­unn­ar, námu tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins af sölu upp­runa­ábyrgða um 60 millj­ón­um króna í fyrra. Þá mun HS Orka hafa selt sams­kon­ar ábyrgðir fyr­ir um 40 millj­ón­ir á nýliðnu ári. Rarik, og dótt­ur­fyr­ir­tæki þess, hafa ekki selt frá sér upp­runa­ábyrgðir, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um sölu­starf­semi þessa í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka