Selja vottanir fyrir hundruð milljóna

Upprunavottanir raforku ganga kaupum og sölum.
Upprunavottanir raforku ganga kaupum og sölum. mbl.is/Golli

Íslensk orkufyrirtæki hafa á undanförnum árum selt upprunaábyrgðir, sem gefnar eru út fyrir rafmagnsframleiðslu, fyrir hundruð milljóna ár hvert.

Með sölunni gefa þau orkufyrirtækjum erlendis, sem framleiða orku með óumhverfisvænum hætti, tækifæri til að betrumbæta umhverfisbókhald sitt. Um leið dregur úr tækifæri fyrirtækjanna til að undirstrika hversu umhverfisvæn framleiðsla þeirra sjálfra sé.

Samkvæmt upplýsingum frá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, námu tekjur fyrirtækisins af sölu upprunaábyrgða um 60 milljónum króna í fyrra. Þá mun HS Orka hafa selt samskonar ábyrgðir fyrir um 40 milljónir á nýliðnu ári. Rarik, og dótturfyrirtæki þess, hafa ekki selt frá sér upprunaábyrgðir, að því er fram kemur í umfjöllun um sölustarfsemi þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert