Mengunin fór 200 falt yfir mörk

Skólpdælustöðin við Faxaskjól.
Skólpdælustöðin við Faxaskjól. mbl.is/Golli

Við sýna­tök­ur Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur hinn 7. júlí síðastliðinn aust­an Faxa­skjóls kom fram að meng­un­in fór 200 falt yfir leyfi­legt há­mark sem kveðið er á um í reglu­gerð um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins nr. 798/​1999 um frá­veit­ur og skólp.

Þannig mæld­ust 20.000 saur­gerl­ar í 100 milli­lítra sýni sem þar var tekið en í reglu­gerðinni seg­ir að á úti­vist­ar­svæðum við fjör­ur séu um­hverf­is­mörk fyr­ir saur­meng­un yf­ir­borðsvatns vegna hol­ræsa­út­rása þau að í 90% til­vika megi fjöldi hitaþol­inna kólíbakt­ería eða saur­kokka ekki fara yfir 100 á hverja 100 ml.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur meðal ann­ars fram, að sýna­tök­ur á fyrr­nefndu svæði muni halda áfram næstu daga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert