Starfsmenn stofnana fengu sólarfrí

Nokkrar opinberar stofnanir gáfu starfsfólki sínu svokallað sólarfrí í dag …
Nokkrar opinberar stofnanir gáfu starfsfólki sínu svokallað sólarfrí í dag vegna veðurs. mbl.is/Hanna

Nokkrar opinberar stofnanir hafa í dag veitt starfsfólki sínu svokallað sólarfrí, en á heitum sumardögum hefur slíkt stundum tíðkast undanfarin ár. Fengu starfsmenn í alla vega tveimur embættum að fara á hádegi í dag vegna veðurs. 

mbl.is hefur fengið staðfest að starfsfólk fjármálaráðuneytisins og embættis landlæknis hafi fengið sólarfrí í dag eftir hádegi, en opnað verður að nýju á morgun. Ekki er þó sama upp á teningnum hjá öllum ráðuneytunum og í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var til dæmis ekkert slíkt frí veitt í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka