Horfa til Svíþjóðar í þeirri viðleitni að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði

Beinn eignarhlutur einstaklinga á hlutabréfamarkaði er um 4%.
Beinn eignarhlutur einstaklinga á hlutabréfamarkaði er um 4%. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði hefur verið lítil hérlendis undanfarin ár og hefur ekki náð sér á strik eftir efnahagshrun. Hefur það gerst þrátt fyrir að hlutabréfamarkaðurinn hafi að öðru leyti tekið vel við sér.

„Við höfum verið að líta til sænskrar leiðar sem var farin þarlendis til að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði,“ segir Magnús Harðarson, forstöðumaður Nasdaq Iceland, en sænska leiðin inniheldur skattalega hvata til hlutabréfakaupa og hefur hlotið góðar undirtektir í Svíþjóð.

Frá 2012 hafa 1,8 milljónir Svía fjárfest fyrir 450 milljarða sænskra króna. Beinn eignarhlutur einstaklinga í markaðsvirði er nú einungis 4% á Íslandi í samanburði við 11-17% á árunum 2002 til 2007 en í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Magnús þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði mikilvæga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka