Veðrið stjórnar veru mýflugna

Mývargur hefur angrað Íslendinga á sumrin um árabil.
Mývargur hefur angrað Íslendinga á sumrin um árabil. mbl.is/Erling Ólafsson

Kjöraðstæður mýflugna hafa ekki verið það sem af er sumri, að sögn Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Mér sýnist þetta vera þokkalega til friðs, eftir því sem ég fæ að heyra. Veðurfar hefur mjög mikil áhrif á hvort mý sé til staðar á hverri stundu.“

Mýflugur þrífast best í hlýju og hæglætis veðri en þrífast illa þegar hvasst eða kalt er í veðri. Ferðast flugurnar á milli staða með vindinum. Erling segir við Morgunblaðið að miðað við þær tilkynningar sem borist hafa til hans sé mest um mý í Borgarfjarðardölum, í uppsveitum á Suðurlandi, og í Svínadal í Hvalfirði. En mý hefur verið mikið og lengi í Svínadal þetta sumarið, að sögn Erlings.

Hann segir þó í umfjöllun um mýið í Morgunblaðinu í dag, að það hafi áhrif að fólk sé farið að þekkja betur til tilvistar mýflugna á hinum ýmsum svæðum. Þar af leiðandi tilkynnir fólk það því ekki eins mikið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert