Björn Þorbergsson, bóndi á Gerði og eigandi kindanna sem enn sitja fastar í klettabelti, segist mögulega þurfa sjálfur að ná í kindurnar. Í samtali við mbl.is segir Björn þetta mál ekki nýnæmi á svæðinu og stundum endi þau illa.
„Svona fer ekki alltaf vel,“ segir Björn og bendir á að stundum geti kindurnar brugðist illa við þegar komið er að þeim og jafnvel stokkið fram af. Enn hefur enginn lýst yfir áhuga á því að freista þess að bjarga kindunum.
Björn segir að það gæti endað með því að hann reyni björgunaraðgerðir sjálfur. Til þess vantar hann þó búnað og aðstoð. Einnig er ekki er gott að reyna björgunaraðgerðir ef bleyta er á svæðinu. Að sögn Björns getur stundum verið betra að bíða þangað til kindurnar verða aðeins léttari á sér.
Skúli Gunnar Sigfússon, bóndi á Reynivöllum og athafnamaður, vakti athygli á kindunum tveimur á Facebook-síðu sinni og hvatti þar sigfólk og flugbjörgunarsveit svæðisins til að taka ágætisæfingu og bjarga þeim.
Færslu Skúla má sjá hér: