Miklar dembur gætu fallið á Norðausturlandi í dag og þeim kann jafnvel að fylgja þrumuveður með hagléli. Þetta kemur fram í spá á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að fremur hæg vestlæg átt verði víða í dag og súld eða rigning, en skúrir síðdegis.
Gera má ráð fyrir suðlægri átt 5-15 á morgun, hvassast á suðvesturhorninu, en hægari undir kvöld. Víðast verður rigning, þó síst norðaustanlands. Hiti verður 10 til 20 stig yfir daginn, hlýjast á Austurlandi. Fram undan er síðan lægðagangur með suðlægum áttum og fremur vætusömu veðri.
Á föstudag:
Suðaustan 5-15 m/s, hvassast við SV-ströndina. Rigning, einkum S- og V-til, en þurrt að mestu NA-lands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á NA-landi.
Á laugardag:
Suðvestlæg átt 5-15, hvassast austast, og væta með köflum. Hiti 9 til 15 stig, hlýjast A-lands.
Á sunnudag:
Norðvestlæg átt, 5-13 með rigningu N- og A-til, en úrkomulítið annars staðar. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast sunnan heiða.
Á mánudag:
Suðvestanátt og dálítil væta V-lands, en bjart með köflum austast. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast NA-til.
Á þriðjudag:
Suðvestan 5-15, hvassast austast, og víða rigning. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Vestlæg átt 5-10, en stífari og norðlægari NA-lands. Skýjað með köflum og dálítil væta. Hiti 7 til 14 stig.