Akstur hópferðabifreiða bannaður á morgun

Í dag verður merkingum rútustoppistöðva í Reykjavíkurborg breytt til samræmis …
Í dag verður merkingum rútustoppistöðva í Reykjavíkurborg breytt til samræmis við breytingarnar. mbl.is/RAX

Bann Reykjavíkurborgar við akstri hópferðabifreiða í miðborginni tekur gildi á morgun. Nýtt kerfi svonefndra safnstæða fyrir hópferðabifreiðar verður tekið upp og nýjar merkingar settar upp í dag.

Bannsvæðið markast af Fríkirkjuvegi, Sóleyjargötu, Njarðargötu, Eiríksgötu, Barónsstíg, Hverfisgötu, Tryggvagötu, Geirsgötu, Ægisgötu, Túngötu, Suðurgötu og Vonarstræti. Heimill er akstur um Lækjargötu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Safnstöðvarnar eru tólf og eru flestar við ytri mörk bannsvæðisins, s.s. við Hallgrímskirkju, Tjörnina, Ráðhúsið, Safnahúsið og Hörpu. Ætlunin er að hægt verði að sækja ferðamenn og skila þeim á stöðvarnar, en að sögn Þorsteins R. Hermannssonar, samgöngustjóra borgarinnar, eru 80% gistirýma innan bannsvæðisins í innan við 200 metra fjarlægð frá næsta safnstæði og telja borgaryfirvöld það fullnægjandi þjónustustig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka