Mæla ekki með sjósundi í Nauthólsvík

Á góðviðrisdögum leggja margir leið sína í Nauthólsvík.
Á góðviðrisdögum leggja margir leið sína í Nauthólsvík. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Há gerlatala er í Nauthólsvík og Heilbrigðiseftirlitið getur því ekki mælt með sjósundi þar. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í gær. 

Allar líkur eru á að þetta sé einstakt tilfelli en Heilbrigðiseftirlitið getur þó ekki mælt með sjósundi í dag og biður fólk um að fylgjast með niðurstöðum sem verða birtar á heimasíðu Reykjavíkurborgar.“ Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Einungis er um eitt sýni að ræða. Sýnataka var endurtekin í dag og verða niðurstöður birtar á morgun, laugardaginn 15. júlí. Þetta eru aðrar niðurstöður í Nauthólsvík en verið hefur og náið verður fylgst með þróun þar, segir jafnframt í tilkynningu. 

Í sýni frá 13. júlí í Nauthólsvík sýndu bráðabirgðaniðurstöður 1.100 saurkólígerla í 100 ml. Til samanburðar mældust saurkólígerlar í 5/100 ml.

Í sömu bráðabirgðaniðurstöðu mældust saurkólígerlar í 760/100 ml við dælustöðina í Faxaskjóli 13. júlí.

Hér má sjá niðurstöður mælinga við strandlengjuna.  

Hér á vefsíðu Reykjavíkurborgar birtast niðurstöður Heilbrigðiseftirlitsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert