Örvandi lyf á borð við rítalín, sem notuð eru við ADHD, voru sá lyfjaflokkur sem kostaði Sjúkratryggingar Íslands, SÍ, mest á síðasta ári.
Þetta kemur fram í nýjum staðtölum SÍ fyrir árið 2016 og þar segir að kostnaðurinn við þessa tegund lyfja hafi verið 799 milljónir í fyrra.
Í tölunum kemur einnig fram að ávísunum á sterk verkjalyf hafi fjölgað frá árinu á undan, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.