Einbýlishús brann á Stokkseyri

Um klukkan 5:20 í morgun barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um eld í einbýlishúsi á Stokkseyri. Ein kona var í húsinu sem komst út af sjálfsdáðum áður en fyrstu viðbragðsaðilar mættu á vettvang. Var hún flutt með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík vegna gruns um reykeitrun.

Formlegu slökkvistarfi er enn ólokið en húsið er gamalt og var meðal annars hálmur og annað eldfimt í klæðningu þess. Að sögn lögreglu er enn að blossa upp eldur í húsinu og annast Brunavarnir Árnessýslu slökkvistarf á vettvangi. Húsið er gjörónýtt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert