Umferðaróhapp við Laugarvatn

Laugarvatn.
Laugarvatn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Umferðaróhapp varð á Lyngdalsheiðinni um fimm kílómetra frá Laugarvatni í dag. Engin slys urðu á fólki. Lögreglan er að störfum á vettvangi og búast má við hægari umferð á þessum slóðum fyrir vikið. 

Þess má geta að tónlistarhátíðin Laugarvatn Music Festival var haldin í fyrsta skipti um helgina þar. Henni lauk í gærkvöldi. Talsvert margir gestir sóttu tónlistarhátíðina og ætla má að margir þeirra hyggi á heimferð í dag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert