Fá leyfi til gull- og koparleitar

Umsókn IR um boranir í dalnum var hafnað fyrr á …
Umsókn IR um boranir í dalnum var hafnað fyrr á árinu.

Orkustofnun hefur veitt málmleitarfyrirtækinu Iceland Resources (IR) leyfi til fimm ára til leitar og rannsókna á málmum í Öxnadal, Hörgárdal og víðar á Tröllaskaga.

Leyfið tekur til leitar og rannsókna á málmum með sérstaka áherslu á gull og kopar á um 1.013 ferkílómetra svæði. Þetta kemur fram í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Iceland Resources er að fullu í eigu félagsins JV Capital Ltd í London sem er í jafnri eigu Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra IR, og Vilhjálms Kristins Eyjólfssonar, stjórnarformanns félagsins. JV Capital Ltd. leggur áherslu á að fjármagna rannsóknir og námuverkefni á norðurslóðum en félagið á meðal annars félög sem eiga rannsóknarleyfi á Grænlandi, í Þormóðsdal og víðar á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert