Ferðamaður féll í Gullfoss

Tvær þyrlur frá Landhelgsigæslunni er á svæðinu.
Tvær þyrlur frá Landhelgsigæslunni er á svæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ferðamaður féll í Gullfoss nú rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurlandi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er komin á staðinn, ásamt öllu tiltæku sjúkra-, lögreglu- og björgunarliði og stendur nú yfir leit að manninum.

Eftir að TF-LÍF var komin á staðinn ákvað Landhelgisgæslan að senda aðra þyrlu af stað með sérhæfða björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og fór hún í loftið klukkan 17.37. Búist var við að hún kæmi á vettvang um sexleytið. 

Tilkynning frá Landhelgisgæslunni:

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst laust fyrir klukkan fimm beiðni frá Neyðarlínu um aðstoð þyrlu vegna atviks sem átti sér stað við Gullfoss. TF-LIF fór í loftið klukkan 17:13 og var hún komin á vettvang rúmum tuttugu mínútum síðar. Ákveðið var að senda aðra þyrlu af stað með sérhæfða björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og fór hún í loftið klukkan 17.37. Búist var við að hún kæmi á vettvang um sexleytið. Stjórn aðgerða er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi.

Fréttin verður uppfærð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert