Ferlið sagt vera allt of vélrænt

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, vekur athygli á því að formlegir …
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, vekur athygli á því að formlegir þættir virðist duga til að fá uppreist æru. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta var mjög gagn­leg­ur fund­ur og varpaði ljósi á ferlið eins og það er núna,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs, spurð um fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar sem hald­inn var í gær, en þar voru rædd­ar regl­ur um upp­reist æru.

„Á fund­in­um kom fram að þetta ferli er býsna vél­rænt, en það virðist vera nóg að upp­fylla til­tekna form­lega þætti til að fá upp­reist æru þar sem eng­in dæmi eru um að svo­kölluð meðmæli séu ekki tal­in full­nægj­andi,“ bæt­ir Svandís við, en rætt er við hana um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Ráðuneyt­is­stjóri dóms­málaráðuneyt­is­ins sat fyr­ir svör­um á fund­in­um og seg­ir Svandís að meðal þess sem spurt var um hafi verið rétt­ur ein­stak­linga til end­ur­heimt­ar op­in­berra rétt­inda á borð við lög­manns­rétt­indi og vís­ar þar til máls Roberts Dow­ney. Hann fékk ný­verið upp­reist æru og gat því end­ur­heimt lög­manns­rétt­indi sín, en hann var árið 2008 dæmd­ur í þriggja ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn fjór­um stúlk­um.

„Skiln­ing­ur Hæsta­rétt­ar bygg­ir á túlk­un dóms­ins á lög­manna­lög­un­um um hvað þurfi að upp­fylla til að geta fengið að starfa sem lögmaður. Þetta rædd­um við líka og hvort eðli­legt væri að nálg­ast op­in­ber rétt­indi með þess­um hætti. Rétt er þó að taka fram að Lög­manna­fé­lagið vill þrengja túlk­un­ina,“ seg­ir Svan­hvít.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert