Kvarta undan þjófnaði

Ásbrú. Mikil umræða hefur skapast á facebooksíðunni „Reykjanesbær – Gerum …
Ásbrú. Mikil umræða hefur skapast á facebooksíðunni „Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri“ um þjófnað sem tengist hælisleitendum. mbl.is/Svanhildur Eiríksdóttir

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Ólafur Helgi Kjartansson, staðfestir að lögreglunni hafi borist allmargar kvartanir varðandi hælisleitendur á Ásbrú.

Að sögn Friðjóns Einarssonar, formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar, hefur verið mikil umræða á Facebook-síðu sem nefnist „Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri“ en þar hafa íbúar verið að tjá sig um þjófnað og hegðan sem ekki samrýmist því sem Íslendingar eru vanir. „Þessi umræða hefur ekki farið framhjá bænum. Við erum hins vegar ekki að fá mikið af beinum kvörtunum til okkar heldur finnum við fyrir þessari ólgu sem magnast upp á samfélagsmiðlum,“ segir Friðjón.

Hafa engin afskipti

„Þessi ákvörðun Útlendingastofnunar að fara upp á Ásbrú er gegn okkar óskum. Við höfum engin afskipti af þessum hópi, annað en það að við erum í stöðugu sambandi við Útlendingastofnun vegna þess að við höfum áhyggjur af þessu,“ segir Friðjón og bætir við að auðvitað sé þetta vandamál fyrir stofnunina hvar hælisleitendur eigi að dvelja. „Það mætti því vera meiri fræðsla og gæsla. Mér finnst að við þurfum að gera þetta betur, vanda okkur við þetta og finna sátt við umhverfið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert