Maðurinn sem féll í Gullfoss er erlendur hælisleitandi sem kom til Íslands fyrir nokkru síðan. Ekkert bendir til þess að þetta atvik hafi orðið með saknæmum hætti.
Þetta staðfestir lögreglan á Suðurlandi frá á Facebook-síðu sinni. Greint var frá því að maður hefði fallið í Gullfoss rétt fyrir klukkan fimm í gær. Hann virðist hafa verið einn á ferð en sérstaklega er horft til bíls á bílastæðinu við Gullfoss sem talið er að maðurinn hafi komið í.
Í færslu lögreglu segir að rætt hafi verið við fjölmarga aðila, bæði sem voru á staðnum og hafi nokkrir sjónarvottar gefið greinargóða lýsingu á þeim er fór niður fossinn. Hann sást á tveimur stöðum frá útsýnispöllum sem eru við fossinn.