Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í dag hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurnesjum í samtali við mbl.is.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn að hreinsa vél sem steypir frauðplastkassa þegar hún fór skyndilega af stað og varð hann undir einu af mótunum. Hann þurfti öndunaraðstoð þegar sjúkraliðar komu á vettvang og lést af áverkum sínum á slysadeild.
Ættingjar mannsins hafa verið látnir vita, en maðurinn var á fertugsaldri og pólskur að uppruna.