Milljarðar í kolefniskvóta

Miðað er við 23% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá umferð …
Miðað er við 23% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá umferð 2008-20 í áætlun stjórnvalda. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Ríkissjóður mun að óbreyttu þurfa að kaupa kolefniskvóta fyrir milljarða króna á næsta áratug. Ástæðan er losun gróðurhúsalofttegunda umfram markmið stjórnvalda um 20% minni losun 2020 en árið 2005.

Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, segir óvíst hversu mikil losunin verði umfram spár. Hún verði gerð upp í einu lagi fyrir árin 2013-2020. Síðan taki að óbreyttu við frekari kaup á kvóta. Sá kvóti verði keyptur á hnattrænum markaði innan Kýótó-bókunarinnar. Þau kaup fari hugsanlega fram í gegnum þróunaraðstoð sem miðar að minni losun í þróunarríkjum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hugi ekki hafa verið gert ráð fyrir svo örum vexti ferðaþjónustunnar í loftslagsáætlunum. Næsti áratugur verði tími aðlögunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert