„Viljugur til verka og hörkuduglegur“

Sunday í vinnunni.
Sunday í vinnunni. Ljósmynd/Ragnheiður Freyja

Hann hef­ur lagt sig 110% fram í vinnu,“ seg­ir Krist­inn Páls­son, vinnu­veit­andi níg­er­íska hæl­is­leit­and­ans Sunday, í sam­tali við mbl.is. Sunday, eig­in­konu hans Joy og átta ára gam­alli dótt­ur þeirra, Mary, verður vísað úr landi en þau sóttu um hæli hér á landi og dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum. 

Fjöl­skyld­an hef­ur búið hér á landi í eitt og hálft ár en kon­an var fórn­ar­lamb man­sals í Evr­ópu áður en þau komu hingað. Maður­inn er bú­inn að vera í vinnu hjá sama bygg­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu all­an tím­ann og Mary geng­ur í skóla hér á landi og tal­ar ís­lensku.

Krist­inn bend­ir á að maður­inn búi á Suður­nesj­um og komi alltaf með strætó til vinnu. „Ef við erum að vinna í Reykja­vík er hann fyrst­ur á verkstað og alls staðar þar sem hann vinn­ur. Hann er al­gjör­lega til fyr­ir­mynd­ar með mæt­ing­ar, hef­ur aldrei verið veik­ur og eina vesenið er að hann er að berj­ast fyr­ir land­vist­ar­leyf­inu sínu.

Fjölskyldan er í mjög viðkvæmri stöðu en mjög þakklát fyrir …
Fjöl­skyld­an er í mjög viðkvæmri stöðu en mjög þakk­lát fyr­ir all­an stuðning­inn. Mynd/​Ragn­heiður Freyja

Fjöl­skyld­an sótti um hæli hér á landi og dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum. Fyrst var niðurstaðan sú að þau væru í of viðkvæmri stöðu til að vera send aft­ur til Ítal­íu og skyldu því fá efn­is­lega meðferð á Íslandi. Síðar var hins veg­ar kom­ist að þeirri niður­stöðu að þau gætu snúið aft­ur til Níg­er­íu og hef­ur kær­u­nefnd út­lend­inga­mála staðfest þá ákvörðun. Þeim verður því vísað úr landi.

„Á meðan okk­ur vant­ar vinnu­afl er verið að að vísa þess­um manni úr landi. Hann hef­ur lagt sig 110% fram í vinnu, hef­ur bar­ist fyr­ir lífi sínu og vill vera hérna,“ seg­ir Krist­inn og botn­ar lítið í niður­stöðu Útlend­inga­stofn­un­ar.

„Það er mjög mik­il þver­sögn í þessu. Hann er vilj­ug­ur til verka og hörkudug­leg­ur strák­ur.“

Boðið hef­ur verið til op­ins fund­ar til stuðnings fjöl­skyld­unni. Fund­ur­inn fer fram á ann­arri hæð kaffi­húss­ins Stof­unn­ar í dag klukk­an 17.30.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert