Kveikti ekki í bílnum með ákveðinn tilgang í huga

Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi lögreglu en aðalvarðstjóri Valgarður Valgarðsson segir …
Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi lögreglu en aðalvarðstjóri Valgarður Valgarðsson segir að maðurinn hafi ekki kveikt í bílnum með skotmark í huga. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Maðurinn sem grunaður er um að hafa kveikt í bifreið hjá Vogi við Stórhöfða á föstudaginn er enn í gæsluvarðhaldi og er málið enn í rannsókn hjá lögreglu.

Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi, en Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri  segir manninn ekki hafa kveikt í bílnum í einhverjum ákveðnum tilgangi. „Hann var bara ósáttur við lífið og tilveruna,“ segir hann

Eftir að maðurinn stakk af frá vettvangi brunans fannst hann í Breiðholti þar sem hann reyndi að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi í Vesturbergi. Bifreiðin sem maðurinn kveikti í er gjörónýt, en einnig kviknaði í annarri bifreið sem stóð við hlið hennar og var í eigu starfsmanns á Vogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert