Of þungar rútur aka Gjábakkaveg í þjóðgarðinum á Þingvöllum en Vegagerðin takmarkar öxulþyngd á veginum við 8 tonn. Gert verður við veginn á næstunni en ástand hans er mjög slæmt. Ljóst er að fjölmargar rútur fara um veginn á degi hverjum sem eru nálægt 20 tonnum að þyngd líkt og rútan á myndinni.
Í síðustu viku fór rúta með 43 farþega þar út af eftir að vegurinn gaf sig og í kjölfarið var ástand vegarins gagnrýnt harðlega. Árið 2012 var þó umferð þungra ökutækja takmörkuð á veginum.