Þrír gististaðir áformaðir við hlið Kjörgarðs

Kjörgarður. Svæðið er eftirsótt.
Kjörgarður. Svæðið er eftirsótt. mbl.is/Golli

Þrír gististaðir eru áformaðir við Kjörgarð á Laugavegi 59 í Reykjavík. Íbúðahótelið Reykjavík Residence hyggst innrétta íbúðir á Hverfisgötu 78. Þær verða að hluta í nýju bakhúsi sem snýr að Kjörgarði.

Félagið Vesturgarður, sem er að endurbyggja Kjörgarð, áformar þá hótelíbúðir í nýbyggingu í portinu við Kjörgarð. Þá er félagið að skoða að leigja íbúðir í Kjörgarði til ferðamanna. Loks áforma eigendur ION hótelkeðjunnar að byggja hótel vestan við Kjörgarð.

Reykjavík Residence hefur opnað tvo nýja gististaði í miðborg Reykjavíkur í sumar, að því er fram kemur í umfjöllun um framkvæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert