Skjálfta­hrina við Fagradalsfjall

Skjálfta­hrina mæld­ist norðaustan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, um fjóra kílómetra …
Skjálfta­hrina mæld­ist norðaustan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, um fjóra kílómetra suðvestan af Keili, í morgun. Kort/Veður­stofa Íslands

Skjálfta­hrina mæld­ist norðaustan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, um fjóra kílómetra suðvestur af Keili, í morgun. Síðan þá hafa mælst 40 skjálftar, af stærðinni 1,0 og 2,0. Hrinan stendur enn að sögn jarðskjálftafræðings. Tveir stærstu skjálftarnir voru um 3,0 að stærð, annars vegar klukkan 07.27 og svo klukkan 07.56 í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðingi eru hrinur á þessu svæði mjög algengar. „Við höfum séð það undanfarin ár að þarna verða hrinur,“ segir hún. „Þetta er mjög týpískt fyrir Reykjanesið,“ bætir hún við.

Hrinanstendur enn að hennar sögn. „Þessi hrina heldur áfram. Það eru stöðugt að detta inn minni skjálftar, af stærðinni 1,0 til 2,0,“ segir Kristín.  

Upplýsingar um jarðskjálfta á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert