Töluverðar blæðingar í Norðurárdal

Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Helga hafa bikslettur og steinar farið …
Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Helga hafa bikslettur og steinar farið á einhverja bíla en engar alvarlegar skemmdir hafa orðið að hans vitund. Ljósmynd/Úr myndasafni mbl.is

„Við erum að reyna komast að því hvað er að,“ segir Jón Helgi Helgason,verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, um dularfullar tjörublæðingar í Norðurárdal í Borgarfirði. Blæðingarnar eru töluverðar. Búið er að sanda ofan í kaflann til að koma í veg fyrir að steinkast og bik slettist á bíla. Blæðingunum er þó ekki lokið og því verður að keyra kaflann varlega.

Að sögn Jóns er orsök blæðinganna dularfull. Í bikfeitu sé vatn sem eigi að gufa upp en í þessu tilfelli hafi það ekki gerst fyrr en núna. Vatnið eigi að vera  „löngu gufað upp“. „Þeir voru að vinna Í gær með bikfeitu við svipaðar aðstæður, svipaðan hita og með svipuð efni, þannig að það er svolítið óútskýrt af hverju þetta gerist í dag,“ segir hann.

Búið er að sanda ofan í kaflann til að koma í veg fyrir að steinkast og bik slettist á bíla vegfarenda. Að sögn Jóns Helga er blæðingunum þó ekki lokið enn. Þær fari minnkandi eftir því sem líði á daginn en fólk verði að keyra kaflann varlega.

Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Helga hafa bikslettur og steinar farið á einhverja bíla en engar alvarlegar skemmdir hafa orðið að hans vitund. Hraðinn sé lítill á svæðinu og vegfarendur fari varlega. Það þurfi einungis að þrífa bílana.

Jón Helgi bendir á að ef einhver verði fyrir frekara tjóni en því þá geti hann haft samband við Vegagerðina og sent inn tjónstilkynningu sem megi finna á vefnum þeirra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert