Bæjarins bestu á nýjum stað

00:00
00:00

Búið er að færa pylsu­vagn Bæj­ar­ins bestu um set. Nú er vagn­inn á stétt­inni fyr­ir fram­an Hót­el 1919 og mun verða þar næstu mánuðina þar sem verið er að fram­kvæma á reitn­um sem hann hef­ur staðið á síðustu 80 árin.

Lúg­an á pylsu­vagn­in­um heims­fræga snýr nú í átt að Arn­ar­hóli og því má gera ráð fyr­ir að röðin í vagn­inn komi til með teygja sig inn Póst­hús­stræti í átt að Aust­ur­stræti þegar er­ill­inn í pylsu­söl­unni verður hvað mest­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert