Pylsuvagninn Bæjarins bestu flytur yfir götuna

Pylsuvagninn mun flytja tímabundið yfir götuna.
Pylsuvagninn mun flytja tímabundið yfir götuna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hinn vin­sæli pylsu­vagn Bæj­ar­ins bestu verður í dag flutt­ur yfir göt­una og komið fyr­ir til bráðabirgða á gang­stétt­inni fyr­ir fram­an Hót­el 1919 í Eim­skipa­fé­lags­hús­inu.

Bæj­ar­ins bestu öðlaðist heims­frægð þegar Bill Cl­int­on Banda­ríkja­for­seti fékk sér þar pylsu um árið.

Sölu­lúg­an mun snúa í átt að Toll­hús­inu og því mun röðin, sem jafn­an mynd­ast fyr­ir fram­an vagn­inn, verða í Tryggvagötu.

Pylsu­vag­inn hef­ur verið á horni Tryggvagötu og Póst­hús­stræt­is í 80 ár og því telj­ast þessi flutn­ing­ar til tíðinda. Að sögn Guðrún­ar Krist­munds­dótt­ur, eig­anda Bæj­ar­ins bestu, verður vagn­inn á þess­um bráðabirgðastað í nokkra mánuði. „Við von­umst til að geta flutt aft­ur á okk­ar venju­lega stað á Hafn­ar­stræt­is­reit fyr­ir jól­in,“ seg­ir Guðrún.

Ástæða flutn­ing­anna er sú að til stend­ur að reisa nýja spennistöð á Hafn­ar­stræt­is­reit. Þetta verk­efni útheimt­ir mikið jarðrask. Búið er að grafa mikla holu á horni reits­ins og vegna fram­kvæmd­anna hef­ur þrengt mjög að pylsu­vagn­in­um. Stækka þarf þessa holu enn frek­ar og grafa fyr­ir leiðslum.

Nú­ver­andi spennistöð er inn­ar á lóðinni og því er um til­flutn­ing að ræða inn­an reits­ins. Gamla spennistöðin er við gafl hins nýja hót­els sem risið hef­ur á reitn­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert