Bíllinn tengdur fjölskyldu mannsins

Báðir bílarnir eru taldir gjörónýtir eftir íkveikjuna. Sá rauði varð …
Báðir bílarnir eru taldir gjörónýtir eftir íkveikjuna. Sá rauði varð að sögn sjónarvotta fljótt alelda. Ljósmynd/Aðsend

Maðurinn sem grunaður er um að hafa kveikt í bifreið hjá Vogi við Stórhöfða í síðustu viku er enn í gæsluvarðhaldi. Að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er bíllinn sem maðurinn kveikti í tengdur fjölskyldu hans.

„Það liggur ljóst fyrir hvað gerðist þarna. Það eru engin áhöld um það. Það er bara verið að ganga frá öllum lausum endum,“ segir Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri og bætir við að það sé litið alvarlegum augum þegar kveikt sé í bíl nærri húsum og fólki.

Rannsókn málsins er í fullum gangi hjá lögreglu og teknar hafa verið skýrslur af vitnum. Val­g­arður seg­ir mann­inn ekki hafa kveikt í bílnum í ákveðnum tilgangi, heldur hafi hann verið ósáttur við lífið og tilveruna.

Bif­reiðin sem maður­inn kveikti í er gjör­ónýt, en hún tengdist fjölskyldu mannsins að sögn Valgarðs. Einnig kviknaði í ann­arri bif­reið sem stóð við hlið henn­ar og var í eigu starfs­manns á Vogi.

Eft­ir að maður­inn stakk af frá vett­vangi brun­ans fannst hann í Breiðholti þar sem hann reyndi að kveikja í mottu í fjöl­býl­is­húsi í Vest­ur­bergi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert