Ekki drukkið vegna áhrifanna

Jakob Jónsson er fjölfróður um viskí.
Jakob Jónsson er fjölfróður um viskí. Ljósmynd/Eva Vestmann

Ak­ur­eyr­ing­ur­inn Jakob Jóns­son er mögu­lega Íslend­inga fróðast­ur um viskí. Hann hef­ur starfað í Royal Mile Whiskies á Blooms­bury Street frá því hann rak þar inn nefið fyr­ir níu árum, með litla þekk­ingu á viskíi en af­skap­lega fróðleiks­fús. „Viskí hafði heillað mig lengi og mig langaði að læra meira um það og smakka sem flest­ar teg­und­ir, en ég var alls eng­inn sér­fræðing­ur í því þá.“

Þau hjón­in, Jakob og Eva Vest­mann, voru þá ný­lega flutt til London, þar sem Eva nam graf­íska hönn­un við Central Saint Mart­ins og Jakob var að lit­ast um eft­ir vinnu. „Búðin í London er rétt hjá Brit­ish Muse­um og einn dag­inn þegar við vor­um að koma af safn­inu rák­um við aug­un í hana og sáum að verið var að aug­lýsa eft­ir starfs­manni sem væri vel að sér um viskí. Ég var með fer­il­skrá meðferðis svo ég ákvað að demba mér þarna inn og kynnti mig fyr­ir þáver­andi versl­un­ar­stjór­an­um og spjallaði aðeins við hann.“

Eitt­hvað hef­ur versl­un­ar­stjór­an­um lit­ist vel á þenn­an unga Íslend­ing því hann réð Jakob á staðnum og hafa þeir verið bestu vin­ir síðan. „Og þarna fékk ég alla þjálf­un mína og fræðslu um viskí,“ seg­ir Jakob, sem í dag er orðinn aðstoðar­versl­un­ar­stjóri og þekk­ir viskíbrans­ann í Bretlandi út og inn. „Ég er bú­inn að fara á alls kon­ar nám­skeið og kynn­ing­ar, læra að halda kynn­ing­ar og er í beinu sam­bandi við alla helstu viskífram­leiðend­urna hér.“

Jakob heim­sæk­ir ensk­ar, írsk­ar og skosk­ar viskí­verk­smiðjur reglu­lega, fylg­ist náið með nýj­ung­um, smakk­ar viskívísa og bíður spennt­ur eft­ir afrakstr­in­um. Hann seg­ir viskí­menn­ingu ná­tengda mat­ar­menn­ingu; það sé ekki drukkið vegna áhrifa áfeng­is­ins held­ur ein­ung­is bragðsins vegna og ör­fá­ir sop­ar, stund­um bara einn lít­ill, dugi til að kalla fram ánægj­una sem fel­ist í viskídrykkju.

Nán­ar er rætt við Jakob í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert