Segir menn óttast hefndaraðgerðir

Leyfisveitingakerfið í Reykjavík er sagt mjög þungt í vöfum.
Leyfisveitingakerfið í Reykjavík er sagt mjög þungt í vöfum. mbl.is/Styrmir Kári

Jón Sigurðsson, formaður Meistarafélags húsasmiða, segir marga iðnaðarmenn hafa haft samband við sig í kjölfar viðtals í Morgunblaðinu í gær.

Var þar haft eftir Jóni að leyfisveitingakerfið í Reykjavík væri orðið mjög þungt í vöfum. Það væri farið að lifa fyrir sjálft sig. „Það er farið að viðhalda sjálfu sér og búa til störf til að stækka stofnanirnar,“ sagði Jón meðal annars.

Í áframhaldandi umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir hann menn ekki þora að koma fram undir nafni. Þeir óttist enda hefndaraðgerðir af hálfu skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Með því að gagnrýna yfirvöld opinberlega eigi þeir á hættu að verk þeirra verði tafin. Þeir haldi sig því til hlés.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert